Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2023 11:20 Skrifstofur Símans eru í Ármúla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni. Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni.
Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55
Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00