Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í á­burðar­verk­smiðju í Ölfusi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Styrkurinn er sá fyrsti sem LIFE áætlunin veitir til íslensks verkefnis.
Styrkurinn er sá fyrsti sem LIFE áætlunin veitir til íslensks verkefnis. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins.

Í tilkynningunni segir að verkefnið miði að því að þróa nýja aðferð til þess að framleiða áburð og lífgas úr lífrænum úrgangi sem fellur til við fiskeldi á landi og úr landbúnaði. Úr verður að hringrásarkerfi innlendrar matvælaframleiðslu eflist auk þess sem kolefnisspor í landbúnaði og fiskeldi minnkar.

Verkefnið er samstarfsverkefni félaganna Landeldis hf., Bændasamtakanna, Orkídeu og Ölfus Cluster. Þá koma félögin SMJ frá Færeyjum og Blue Ocean Technology frá Noregi einnig að verkefninu.

Framkvæmd verkefnisins hefst í dag og áætlað er að hún verði til fjögurra ára. Því er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu í Ölfusi meðan.

„Í þessu felast gríðarlega spennandi tækifæri til nýtingar lífrænna hliðarstrauma frá fiskeldi á landi,“ segir Rúnar Þór Rúnarsson, stjórnandi verkefnisins og fulltrúi Landeldis hf.


Tengdar fréttir

Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða

Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins.

Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.