Viðskipti

Al­þjóð­legur ráð­gjafarisi kaupir verk­fræði­stofuna Mann­vit

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits.
Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. Mannvit

Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI hefur náð samkomulagi við Mannvit um kaup á fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannvit.

Í tilkynningunni segir að kaupin muni ganga í gegn í dag. Þá kemur fram að frá og með 1. Janúar 2024 verði nafn Mannvit verði breytt í COWI og að þá muni fyrirtækið að fullu starfa undir því merki. Fram að þeim tíma starfi Mannvit undir eigin nafni og vörumerki.

COWI er eitt af leiðandi fyrirtækjum norðurlandanna á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Fyrirtækið er með starfsemi í yfir 35 löndum og hjá því starfa um 7.500 einstaklingar. En starfsmannafjöldi Mannvit er 280 sem stendur.

Jens Højgaard Christoffersen, forstjóri COWI Group. COWI Group

Tengdar fréttir

Anna nýr fram­kvæmda­stjóri Marel í Norður-Ameríku

Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Hún er einnig framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu og mun gegna báðum störfum samhliða. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×