Viðskipti innlent

Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima

Árni Sæberg skrifar
Sólheimar sjálfseignarstofnun rekur samnefnt samfélag í Grímsnesi.
Sólheimar sjálfseignarstofnun rekur samnefnt samfélag í Grímsnesi. Sólheimar/Vísir/Vilhelm

Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi.

Kristinn, sem starfað hefur sem rekstrarstjóri á Sólheimum frá því í janúar á þessu ári, er viðskiptafræðingur að mennt, að því er segir í tilkynningu frá stjórn sjálfseignarstofnunarinnar.

Hann lauk einnig BBA prófi í viðskiptafræði af upplýsingatæknisviði frá Andrews Univiersity, Michigan í Bandaríkjunum og MSc námi stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

„Hann hefur langa reynslu af rekstri, sölu og markaðsstjórnun ásamt framkvæmda- og fjármálastjórnun, bæði í eign fyrirtækjum og hjá öðrum,“ segir í tilkynningu.

Kristinn tekur við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra síðastliðin fimm ár en hún ákvað að framlengja ekki ráðningarsamning sinn og lætur af störfum frá og með sama tíma.

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega eitt hundrað einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar voru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur. Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Rekin er öflug félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×