Víst ríma þau, Jón og flón Pétur Heimisson skrifar 29. maí 2023 10:01 Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar