Þorsteinn Víglundsson á villigötum Stefán Ólafsson skrifar 27. maí 2023 14:00 Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun