Hvað kostar lýðræðið? Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. maí 2023 10:30 Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun