Hvaða grunnvatn? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. maí 2023 11:01 Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun