Viðskipti innlent

Sakar Þor­gerði Katrínu um í­trekaðar rang­færslur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Formaður Viðreisnar segir kúabændur í spennitreyju en framkvæmdastjórinn sakar hana um rangfærslur.
Formaður Viðreisnar segir kúabændur í spennitreyju en framkvæmdastjórinn sakar hana um rangfærslur. Vísir/Vilhelm

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði segir um­ræðu um mjólkur­verð á Ís­landi ein­kennast af van­þekkingu, röngum tölum og jafn­vel popúl­isma. Hún segir for­mann Við­reisnar fara með endur­teknar rang­færslur um málið. Mjólkur­verð hafi hækkað minnst á Ís­landi.

Margrét Gísla­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði, segir að svo virðist vera sem ís­lensk mjólkur­fram­leiðsla sé gerð að sam­eigin­legum ó­vini í um­ræðunni, þrátt fyrir þá miklu hag­ræðingu sem nú­verandi fyrir­komu­lag hafi leitt af sér með bættum á­vinningi til neyt­enda með lægra vöru­verði og bænda með hærra af­urða­verði.

Margrét skrifar grein um málið á Vísi og er til­efnið pistill Þor­gerðar Katrínar Gunnars­dóttur, formanns Við­reisnar, sem einnig birtist á Vísi þann 15. maí síðast­liðinn. Þar gerði Þor­gerður að um­tals­efni frétt Ríkis­út­varpsins af því að heild­sölu­verð á mjólkur­af­urðum hefði hækkað um­fram verð­bólgu undan­farin ár, á sama tíma og rekstrar­tekjur sam­vinnu­fé­lags mjólkur­bænda hafi aukist um rúma fjóra milljarða króna.

Segir bændur í spenni­treyju

Í grein sinni beinir Þor­gerður spjótum sínum að verð­lags­nefnd bú­vara sem Þor­gerður segir að sé „ríkis­rekin nefnd sem á­kveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“

Þor­gerður segir nú­verandi fyrir­komu­lag halda bændum föstum í kerfi þar sem þeir séu ofur­seldir makinda­legum milli­liðum, þar sem ríkið skapi um­gjörð sem svipti bændurna tæki­færi á því að upp­skera í sam­ræmi við eigið erfiði.

Þá gerir Þor­gerður fjögurra milljarða hagnað Auð­humlu, móður­fé­lags Mjólkur­sam­sölunnar jafn­framt að um­tals­efni og segir um met­hagnað að ræða. Þor­gerður segir Auð­humlu einnig búa við þá hag­felldu mið­stýringu að mjólkur­verð sé á­kveðið af hinu opin­bera í gegnum verð­lags­nefnd bú­vara þar sem Auð­humla hafi í gegnum Mjólkur­sam­söluna ein rétt á því að safna mjólk á Ís­landi.

„Ís­lenskur land­búnaður er fram­úr­skarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hags­muni bænda né neyt­enda. Það eru milli­liðir í ein­okunar­stöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn.“

Segir um að ræða rang­færslur ofan á rang­færslur

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði, Margrét Gísla­dóttir, segir grein Þor­gerðar, gott dæmi um ó­vandað inn­legg í um­ræðuna um mjólkur­verð á Ís­landi. Rang­færslurnar þar séu margar.

Auð­humla hafi skilað hagnaði upp á 461 milljón krónur í fyrra sem hafi verið sam­dráttur um 50 prósent frá því á árinu áður. Þá sé það heldur ekki rétt sem Þor­gerður haldi fram að Auð­humla hafi ein rétt á því að safna mjólk á Ís­landi, öllum sé það frjálst en Auð­humlu beri skylda til að safna allri mjólk sem óskað sé eftir.

Margrét segir full­yrðingar Þor­gerðar um að verð­lags­nefnd bú­vara sé ríkis­rekin nefnd sem á­kveðið hvað Gunna og Jón borgi fyrir mjólk og ost, einnig rangar.

„Verð­lags­nefnd á­kveður vissu­lega heild­sölu­verð á á­kveðnum mjólkur­vörum, byggt á verð­hækkunum til bænda og rekstrar­kostnaði í mjólkur­iðnaði, en svo er það smá­salans að á­kveða á­lagningu og þar með endan­legt út­sölu­verð vörunnar.“

Bændur selji vörur þegar á frjálsum markaði

Þá vísar Margrét til orða Þor­gerðar um það að hún og Við­reisn treysti bændum til að selja sínar vörur og keppa inn­byrðis á grund­velli gæða, markaðs­setningar, upp­runa­merkinga, af­hendingar­öryggis, fram­þróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér.

„Það er reyndar ná­kvæm­lega það sem bændur eru að gera með því að reka sam­eigin­lega fé­lag sitt Auð­humlu, sem á svo 80% í Mjólkur­sam­sölunni á móti Kaup­fé­lagi Skag­firðinga, sem m.a. skag­firskir kúa­bændur eru aðilar að.“

Þannig sé seint hægt að tala um Auð­humlu og Mjólkur­sam­söluna sem milli­liði því þessi fyrir­tæki eru í eigu bændanna sjálfra að sögn Margrétar. „Það er synd að fyrrum land­búnaðar­ráð­herra þekki málin ekki betur en um­rædd grein ber með sér.“

Segir verð­lags­nefnd hafa haldið aftur af hækkunum

Þá segir Margrét að það sé vissu­lega rétt að smá­sölu­verð mjólkur­vara hafi hækkað um 12,1 prósent síðast­liðnu tólf mánuði á meðan verð­bólga hér­lendis sé 9,9 prósent. Hún segir að halda megi því fram að verð­lags­nefnd bú­vara hafi haldið aftur af verð­hækkunum á mjólk hér­lendis.

„Sé litið til tíma­bilsins frá árs­byrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkur­fram­leið­enda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkur­fram­leið­enda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðar­hækkanir sama eðlis. Þá er það líka stað­reynd að hvergi innan ESB hafa mjólkur­vörur hækkað minna en á Ís­landi sl. 12 mánuði.“

Margrét segir verð á helstu að­föngum sem þurfi til mjólkur­fram­leiðslu hafa hækkað langt um­fram verð­bólgu á Ís­landi, sem skýri hækkanir á mjólkur­vörum. „Og það eru þær kostnaðar­verðs­hækkanir sem verð­lags­nefnd tekur mið af við á­kvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi á­hrif á heild­sölu­verð mjólkur­vara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×