Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 22:12 Pavel með bikarinn í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira