Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 22:12 Pavel með bikarinn í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
„Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira