Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 22:12 Pavel með bikarinn í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins