Handbolti

Fé­lagið stór­skuldugt og Jónatan rifti samningnum

Sindri Sverrisson skrifar
Jónatan Magnússon þjálfaði KA en hætti með liðið í vor og ætlaði að taka við Skövde í Svíþjóð.
Jónatan Magnússon þjálfaði KA en hætti með liðið í vor og ætlaði að taka við Skövde í Svíþjóð. vísir/Hulda Margrét

Jónatan Magnússon er hættur við að taka við þjálfun sænska handknattleiksfélagsins Skövde og hefur félagið, sem er í miklum fjárhagserfiðleikum, fundið nýjan þjálfara í hans stað.

Skövde tilkynnti um ráðningu Jónatans í lok mars en hann kláraði tímabilið í Olís-deildinni með KA og hugðist svo flytjast búferlum í sumar.

Í lok apríl birtist hins vegar frétt á heimasíðu Skövde um mikla fjárhagserfiðleika félagsins þar sem meðal annars kom fram að tímabilið 2022-23 hefði taprekstur félagsins verið þrjár milljónir sænskra króna, eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Jónatan vildi í því ljósi endurskoða ákvörðun sína og í tilkynningu Skövde í dag segir að félagið og Jónatan hafi komist að samkomulagi um riftun samningsins. Til stóð að Jónatan tæki til starfa í júlí. 

Í stað Jónatans hefur Kristian Svensson verið ráðinn aðalþjálfari Skövde og verður hann með Robert Arrhenius sér til aðstoðar. Báðir eru þeir fyrrverandi leikmenn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×