Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:30 Haukar lönduðu sætum sigri í framlengdum leik gegn Aftureldingu í síðasta leik á Varmá. vísir/Diego Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. „Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira