Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Sæberg skrifa 14. maí 2023 14:45 Stuðningsmenn Tindastóls létu snjókomuna ekki stoppa sig. Aðsend Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15. Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15.
Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira