Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 09:00 S&P gerir ráð fyrir 3,3 prósent hagvexti á árinu. Vísir/Vilhelm Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira