Körfubolti

Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grettismenn skemmtu sér konunglega á Ölver áður en þeir héldu í Origo-höllina.
Grettismenn skemmtu sér konunglega á Ölver áður en þeir héldu í Origo-höllina. Vísir/Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik.

Andri kíkti við á Ölver þar sem Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, voru að hita upp fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 19:15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þar hitti hann meðal annars kennara sem var kominn alla leið frá Sauðárkróki til að styðja sína menn og sá súmmeraði ágætlega upp það sem átti sér stað á Ölver.

„Þetta er Skagfirsk stemning eins og hún gerist best,“ sagði hann einfaldlega, en heimsókn Andra á Ölver má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×