Fótbolti

Meistararnir í fyrra svindluðu og missa titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denis Gruzhevsky er einn af leikmönnum meistaraliðs Shakhtyor Soligorsk sem missti titil sinn frá 2022.
Denis Gruzhevsky er einn af leikmönnum meistaraliðs Shakhtyor Soligorsk sem missti titil sinn frá 2022. @fcshakhterby

Hvít-rússnesku meistararnir í fótbolta hafa verið dæmdir sekir fyrir að hagræða úrslitum og knattspyrnusamband þjóðarinnar hefur tekið mjög hart á þessu.

Shakhtyor Soligorsk vann hvít-rússnesku deildina árið 2022 sem átti að vera þriðji titill liðsins í röð og sá fjórði frá upphafi.

Nú hefur félagið hins vegar misst titilinn eftir að upp komst um svindl þar sem félagið var í raun að hagræða úrslitum í sínum leikjum.

Það sem meira er að liðið í öðru sæti, Jenergetyk-BGU, og einu öðru liði, Belsjina Bobrujsk var líka refsað.

Bate Borisov, sem endaði í þriðja sætinu, fær sæti Shakhtyor Soligorsk í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Auk þess að missa titilinn þá eru 30 stig tekin af Shakhtyor Soligorsk á þessu tímabili og enn fremur 20 stig tekin af liðinu á næstu leiktíð.

Jenergetyk-BGU missir tuttugu stig í ár og Belsjina Bobrujsk missir tíu stig.

Hvít-rússneska knattspyrnusambandið segir að starfsmenn Shakhtar Soligorsk hafi skipulagt hagræðingu úrslita og mútað öðrum liðum í deildinni til að ná því fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×