Tíð ritstjóraskipti á Vikunni eigi sér eðlilegar skýringar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 07:00 Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir segir breytt fjölmiðlaumhverfi og áskoranir í rekstri ráða miklu um nýlegar mannabreytingar á Vikunni. Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings útgáfufélags segir ekkert athugavert við mannabreytingar á ritstjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á umhverfi fjölmiðla undanfarið. Framkvæmdastjórinn vill ekki opinbera hver nýr ritstjóri sé, heldur gefa viðkomandi færi á að opinbera það sjálfur. Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent