Bankaræningjar og stjórnendur fyrirtækja Gunnar Ingi Björnsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun