Viðskipti innlent

Meta stöðu sameinaðs félags og skoða sameiningu nánar í kjölfarið

Samúel Karl Ólason skrifar
Samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í sögunni.
Samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í sögunni. Vísir/Vilhelm

Viðræður um samruna Íslandsbanka og Kviku eru umfangsmiklar. Bæði félög hafa ráðið fjárhagslega ráðgjafa og er unnið að því að meta samlegð af samruna bankanna og í senn meta stöðu sameinaðs félags á markaði.

Þessum greiningum á að skila á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Íslandsbanka og Kviku. Í kjölfar þess verða svo teknar ákvarðanir um næstu skref í viðræðunum.

„Stjórnir félaganna telja að verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga,“ segir í tilkynningunni.

Forsvarsmenn Kviku óskuðu í byrjun febrúar eftir viðræðum um samruna við Íslandsbanka en þá var sameiginlegt markaðsvirði félaganna rúmlega 320 milljarðar króna. Samruninn yrði sá stærsti í sögu Íslands.

Sjá einnig: Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar

Í áðurnefndri tilkynningu segir að samhliða viðræðunum sé stefnt á að nýta sem best forviðræður við Samkeppniseftirlitið. Búið sé að kynna forsendur viðræðnanna og framkvæmd þeirra fyrir stofnuninni.


Tengdar fréttir

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Bankarnir slógu met í mars eftir lán­töku borgarinnar

Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.

Samþykkja viðræður um samruna við Kviku

Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×