„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 10:01 Orri Freyr Þorkelsson í leik gegn Vardar í Meistaradeild Evrópu. epa/GEORGI LICOVSKI Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu. Norski handboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu.
Norski handboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira