Viðskipti innlent

KAPP kaupir RAF

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjalti Halldórsson, annar eigenda RAF, Valþór Hermannsson, stjórnandi hjá RAF, og Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, brosmildir í Barcelona í dag.
Hjalti Halldórsson, annar eigenda RAF, Valþór Hermannsson, stjórnandi hjá RAF, og Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, brosmildir í Barcelona í dag. Aðsend

Fyrirtækið KAPP ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu RAF ehf. Gengið var frá kaupunum á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í dag. 

Fram kemur í tilkynningu frá KAPP að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki í matvælavinnslu til sjós og lands og er þar kæling matvæla í lykilhlutverki. Þá rekur KAPP einnig véla- og renniverkstæði og sér um innflutning á kælitækjum frá Incold, Carrier og Titan containers svo eitthvað sé nefnt. 

RAF sérhæfir sig í vélasmíði, innflutning og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. 

Valþór Hermannsson, sem hefur stýrt RAF í tvo áratugi, segir í tilkynningu að sameinuð muni félögin bjóða enn betri þjónustu en ella. Engar breytingar verði á starfsmannahaldi RAF eða þeirri þjónustu og búnaði sem RAF hefur boðið upp á.

„Með KAPP munu auknir kraftar losna úr læðing þar sem mikill mannauður og reynsla sameinast í þessum tveimur fyrirtækjum,“ segir Valþór. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×