Lífið

Vig­dís Haf­liða­dóttir frumflutti lag Barna­menningar­há­tíðar

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Vigdís Hafliðadóttir samdi lagið í samstarfi við Ragnhildi Veigarsdóttur og börn í fjórðu bekkjum grunnskóla Reykjavíkur.
Vigdís Hafliðadóttir samdi lagið í samstarfi við Ragnhildi Veigarsdóttur og börn í fjórðu bekkjum grunnskóla Reykjavíkur. Vilhelm Gunnarsson

Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn.

Vigdís og Ragnhildur Veigarsdóttir, sem báðar eru í hljómsveitinni Flott, sömdu lagið og textinn var byggður á verkefni allra fjórðu bekkja grunnskóla Reykjavíkur um frið. En börnin fengu það verkefni að svara spurningum um frið, allt frá innri friði til heimsfriðar. Kæri heimur er ákall um heimsfrið.

Samstarf fjórðu bekkja grunnskólanna og tónlistarfólks á Barnamenningarhátíð hefur verið síðan árið 2015. Þau sem hafa samið og flutt lög áður eru meðal annars Salka Sól, Reykjavíkurdætur, Jón Jónsson, Daði Freyr, Bríet og Jói Pé og Króli.

Barnamenningarhátíð stendur yfir 18. til 23. apríl næstkomandi og vettvangur hátíðarinnar er borgin öll. Frítt er á alla þá fjölbreyttu viðburði sem eru á boðstólum fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sjá má dagskrána hér.

Hægt að sjá flutninginn í spilaranum að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×