Viðskipti erlent

Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Breytt flugvél Virgin Orbit sem flutti LauncherOne-eldflaug fyrirtækisins í janúar. Geimskotið misheppnaðist.
Breytt flugvél Virgin Orbit sem flutti LauncherOne-eldflaug fyrirtækisins í janúar. Geimskotið misheppnaðist. AP/Ben Birchall/PA

Geimferðarfyrirtækið Virgin Orbit í eigu breska auðkýfingsins Richards Barnason óskaði eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í gær. Eldflaugarskot fyrirtækisins misheppnaðist fyrr á þessu ári og það hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna frekari tilraunir.

Hátt í sjö hundruð starfsmönnum Virgin Orbit, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, var sagt upp á föstudag, um 85 prósent starfsliðs þess. Fyrirtækið segist ætla að reyna að selja eignir sínar. Það metur eignir sínar á 243 milljónir dollara en skuldir á 153,5 milljónir. Kröfuhafarnir séu á bilinu 200 til 999 talsins, að sögn AP-fréttastofunnar.

Geimskot Virgin Orbit með gervihnetti sem stóð til að koma á braut um jörðu misheppnaðist þegar efra þrep eldflaugarinnar slökkti skyndilega á sér í janúar. Það hefðu verið fyrstu gervihnettirnir sem skotið væri á loft frá Evrópu.

Ólíkt öðrum geimferðarfyrirtækjum byggði aðferð Virgin Orbit á því að skjóta litlum gervihnöttum út í geim með eldflaugum sem átti að skjóta frá breyttum farþegaflugvélum Virgin, flugfélags Branson.


Tengdar fréttir

Geimskot Virgin Orbit misheppnaðist

Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim.

Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim

Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×