Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 13:30 Viggó Kristjánsson kominn í færi á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“ Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira