Viðskipti innlent

„Þetta er sorgar­dagur fyrir ís­lenska fjöl­miðlun“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt. Vísir/Arnar

Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 

Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar.

Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. 

Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. 

Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. 

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. 

Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. 

Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. 

Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. 

Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.