Handbolti

Viggó fær nýjan samning hjá Leipzig þrátt fyrir meiðslin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viggó Kristjánsson skrifaði undir nýjan samning við Leipzig.
Viggó Kristjánsson skrifaði undir nýjan samning við Leipzig. Getty/Hendrik Schmidt

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið Leipzig.

Samingur Viggós gildir til ársins 2027 og var hann tilkynntur fyrir framan fjögur þúsund manns fyrir leik liðsins gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leipzig þurfti hins vegar að sætta sig við tap í leiknum.

Viggó hefur verið algjör lykilmaður í liði Leipzig í vetur og er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 135 mörk fyrir liðið á tímabilinu. Gengi Leipzig á tímabilinu var slæmt framan af, en eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins hefur Leipzig skotist upp töfluna með Viggó fremstan í fylkingu.

Liðsmenn Leipzig þurfa þó að klára tímabilið án Viggós sem meiddist í síðustu viku og verður ekki með liðinu út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×