„Nýsköpun er kraftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2023 21:53 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hélt um borð í Tý á Síldarminjarsafninu á Siglufirði í dag. Vísir/Tryggvi Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór. Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór.
Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent