Körfubolti

Stjarnan einum sigri frá úrslitum en Snæfell jafnaði metin gegn Þór

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Snæfell vann mikilvægan sigur í kvöld.
Snæfell vann mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Unandúrslit umspilsins í 1. deild kvenna í körfubolta um sæti í Subway-deildinni eru komin á fleygiferð. Stjarnan er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum eftir ellefu stiga sigur gegn KR, en í einvígi Snæfells og Þórs frá Akureyri er staðan nú 1-1 eftir nauman fimm stiga sigur Snægells í kvöld.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum, en keppt er um laust sæti í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. 

Stjarnan og Þór Akureyri unnu fyrstu leikina á heimavelli og Stjarnan kom sér svo í kjörstöðu með ellefu stiga útisigri gegn KR í kvöld, 72-83. Stjörnukonur eru því komnar með 2-0 forystu í einvíginu og nægir sigur í næsta heimaleik til að tryggja sér sæti í úrslitum umspilsins.

Snæfellingar lögðu hins vegar stein í götu Þórs með naumum fimm stiga sigri í Stykkishólmi í kvöld, 64-59. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin þurfa að mætast að minnsta kosti tvisvar í viðbót til að skera úr um sigurvegara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×