„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 09:01 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ í næstum því tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins
Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira