Taugaveiklun í Seðlabankanum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. mars 2023 07:30 Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar