Viðskipti innlent

Ágúst Karl tekur við af Soffíu Eydísi hjá KPMG Law

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Karl Guðmundsson.
Ágúst Karl Guðmundsson. KPMG

Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG Law ehf., hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra KPMG Law. Hann mun sinna starfinu samhliða ráðgjafastörfum á stofunni.

Í tilkynningu segir að Ágúst Karl taki við af Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur lögmanni sem hafi gengt starfinu síðastliðin sex ár. Hún muni nú aðallega einbeita sér að ráðgjöf á sviðum sjálfbærni í samstarfi við aðra sjálfbærniráðgjafa KPMG.

„Ágúst Karl er lögmaður með framhaldsgráðu í alþjóðlegum skattarétti (e. Adv. LL.M.) frá ITC, Háskólanum í Leiden, Hollandi. Hann hefur starfað hjá KPMG ehf. frá árinu 2006 og varð hluthafi þar 2014. Ágúst Karl sat í stjórn KPMG ehf. á árunum 2017-2022 og var einn af stofnendum KPMG Law árið 2017. Ágúst Karl er einn reynslumesti ráðgjafi landsins þegar kemur að álitamálum tengdum alþjóðaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×