Í tilkynningu segir að Ágúst Karl taki við af Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur lögmanni sem hafi gengt starfinu síðastliðin sex ár. Hún muni nú aðallega einbeita sér að ráðgjöf á sviðum sjálfbærni í samstarfi við aðra sjálfbærniráðgjafa KPMG.
„Ágúst Karl er lögmaður með framhaldsgráðu í alþjóðlegum skattarétti (e. Adv. LL.M.) frá ITC, Háskólanum í Leiden, Hollandi. Hann hefur starfað hjá KPMG ehf. frá árinu 2006 og varð hluthafi þar 2014. Ágúst Karl sat í stjórn KPMG ehf. á árunum 2017-2022 og var einn af stofnendum KPMG Law árið 2017. Ágúst Karl er einn reynslumesti ráðgjafi landsins þegar kemur að álitamálum tengdum alþjóðaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.