Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:30 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Vísir/Egill Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“ Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“
Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00
167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34