Viðskipti innlent

Tvær nýjar í fram­kvæmda­stjórn Genís

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristbjörg Bjarnadóttir og Rósa Jónasardóttir eru nýir framkvæmdastjórar hjá Genís.
Kristbjörg Bjarnadóttir og Rósa Jónasardóttir eru nýir framkvæmdastjórar hjá Genís. Aðsend

Líftæknifyrirtækið Genís hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra sem hefja störf á næstu mánuðum. 

Rósa Jónasardóttir verður framkvæmdastjóri fjármála en hún hefur síðasta áratug starfað í fjárstýringu hjá sænsku fyrirtækjunum Volvo Group og Volvo Cars, nú síðast sem yfirmaður áhættufjárfestingar. Rósa er með M.Sc.-gráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Gautaborg.

Kristbjörg Bjarnadóttir verður framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunar. Hún hefur undanfarin ár starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu, þá einkum við erfða- og ónæmisfræði. Kristbjörg er með doktorsgráðu í líffræði frá Háskólanum í Genf og M.Sc.-gráðu í taugalíffræði frá sama skóla.

„Það er mikill styrkur fyrir Genís að fá Rósu og Kristbjörgu til liðs við okkur á þessum tímapunkti en félagið er í örum vexti í hröðu alþjóðlegu umhverfi líftækninnar sem krefst mikils af stjórnendum og öllu okkar starfsfólki. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking Rósu og Kristbjargar muni nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Sigurgeiri Guðlaugssyni, forstjóra Genís, í tilkynningu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×