Íhuga að búa til markað með sæði óbólusettra karlmanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 11:17 Gangi áformin eftir yrði Gettr ekki aðeins markaðstorg hægrisinnaðra hugmynda heldur einnig sæðis samsærissinnaðra og óbólusettra karlmanna. Vísir/Getty Stjórnendur lítils hægrisinnaðs samfélagsmiðils í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta miðlinum í markaðstorg fyrir sæði karlmanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn Covid-19. Ein fjölmargra samsæriskenninga um Covid-19 er að bóluefni geri karla ófrjóa eða getulausa. Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið. Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið.
Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Sjá meira