„Með góðri frammistöðu er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 09:00 Valsmenn fagna að loknum sigri á franska liðinu PAUC í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Vísir/Diego „Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag. Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira