Viðskipti erlent

UBS sagður ætla að kaupa Credit Suis­se fyrir allt að milljarð dala

Árni Sæberg skrifar
UBS er sagður ætla að taka yfir Credit Suisse.
UBS er sagður ætla að taka yfir Credit Suisse. getty/arnd wiegmann

UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag.

Þetta herma heimildarmenn Financial Times. Þeir segja einnig að áform séu uppi um að breyta hlutafélagalöggjöf Sviss til þess að koma í veg fyrir að hluthafar bankans fái að greiða atkvæði um söluna.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um neyðarfund ríkisstjórnar Sviss vegna hugsanlegrar yfirtöku UBS á Credit Suisse.

Í frétt Financial Times segir að forsvarsmenn UBS hafi tjáð forsvarsmönnum Credit Suisse í morgun að þeir væru tilbúnir til þess að greiða 0,25 svissneska Franka fyrir hvern hlut í bankanum. Lokaverð hlutabréfa í bankanum var 1,86 Frankar á föstudag.

Þá segir að óvíst sé að verði af yfirtökunni og að skilmálar hennar haldist þeir sömu. Til að mynda er ákvæði sagt vera í samningsdrögum um að ekkert verði af yfirtökunni ef skuldatryggingarálag Credit Suisse eykst um hundrað punkta eða meira.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×