Að þessu sinni fá krakkar í 5. og 6. flokki einnig að spila bikarúrslitaleiki í Laugardalshöllinni. Þetta í fyrsta skiptið sem þessi aldursflokkar leika í Höllinni sem er skemmtileg nýbreytni hjá HSÍ.
Krakkar í fimmtu flokki eru tólf og þrettán ára en krakkarnir í sjötta flokki eru tíu og ellefu ára. Tíu ára handboltakrakkar fá því að spila bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Krakkarnir í 6. flokki eru á yngri og eldra ári og fara því fram tveir bikarúrslitaleikir hjá hvoru kyni. Þeir eru allir spilaðir á morgun eða á undan bikarúrslitaleikjum karla og kvenna.
Í dag fara hins vegar fram úrslitaleikir í fjórða flokki karla og kvenna. KA/Þór og Valur mætast í kvennaflokki klukkan 18.00 og strax á eftir eigast við í 4. flokki karla eldri, ÍR og Haukar, eða klukkan 20.00.
Leikjunum er streymt á miðlum HSÍ og aðgangseyrir er þúsund krónur fyrir sextán ára og eldri.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá allra úrslitaleikjanna:
-
Föstudagurinn 17. mars
- kl. 18:00 4. fl. kvenna KA/Þór – Valur
- kl. 20.00 4. fl. karla eldri ÍR – Haukar
-
6. flokkur leikur sína úrslitaleiki á laugardaginn 18. mars
- Kl. 09:00 6. fl. kvenna yngri FH – ÍR
- Kl. 09:45 6. fl. karla yngri Haukar – Grótta
- Kl. 10:30 6. fl. kvenna eldri Selfossi – Víkingur
- Kl. 11:15 6. fl. karla eldri Stjarnan – FH
- Laugardagurinn 18. mars
- kl. 13:30 Valur – ÍBV úrslitaleikur Powerade bikar kvenna
- kl. 16:00 Haukar – Afturelding úrslitaleikur Powerade bikar karla
-
5. Flokkur leikur sína úrslitaleiki Sunnudaginn 19. mars
- Kl. 09:00 5. fl. karla yngri FH – ÍR
- Kl. 10:00 5. fl. kvenna yngri ÍR – HK
- Kl. 11:00 5. fl. kvenna eldri Valur – Grótta
- Kl. 12:00 5. fl. karla eldri FH – Selfoss
- Sunnudagurinn 19. mars
- kl. 13:30 4. fl. karla yngri Fram – Haukar
- kl. 15:30 3. fl. kvenna HK – Valur
- kl. 17:30 3. fl. karla Fram – KA