Viðskipti innlent

Gunnur Líf fram­kvæmda­stjóri á nýju sviði hjá Sam­kaupum

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnur Líf Gunnarsdóttir.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir. Samkaup

Gunnur Líf Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún tekur við stöðunni um næstu mánaðamót og um jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.

Í tilkynningu kemur fram að Gunnur hafi starfað hjá Samkaupum frá 2018 sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs, sem síðar var breytt í mannauðs- og samskiptasvið í maí 2022. 

„Gunn­ur er með B.ed. gráðu í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum og MBA gráðu frá Há­skóla Íslands.

Hlutverk sameinaðs sviðs mun áfram snúast um kjarnastarfsemi Samkaupa, verslanir félagsins og mannauðinn. Samkaup reka meira en 60 verslanir víðsvegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. 

Hjá félaginu starfa um 1500 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×