20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2023 07:30 Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun