Stuðlum að vellíðan barna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 20. mars 2023 08:00 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ingrid Kuhlman Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun