Fermingin er undirbúningur undir lífið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fermingar Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar