Golf

Scottie Scheffler kláraði Players á lokahringnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurreifur
Sigurreifur vísir/Getty

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler tryggði sér sigur á Players risamótinu í golfi sem lauk nú rétt í þessu.

Scheffler hafði tveggja högga forystu á toppnum þegar lokahringurinn hófst í dag og sýndi af sér mikla fagmennsku til að klára dæmið og var sigur hans öruggur þegar uppi var staðið.

Þessi 26 ára gamli kylfingur lék lokahringinn á þremur höggum undir parið og lauk því keppni á samtals sautján höggum undir pari, fimm höggum minna en Englendingurinn Tyrrell Hatton sem hafnaði í öðru sæti.

Lokastaða efstu manna

-17 Scheffler

-12 Hatton 

-10 Hovland, Hoge

-9 Matsuyama 

-8 Homa, Suh, Rose, Lingmerth, Im.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.