Ísland vann fyrri leik liðanna með glæsibrag í gær þar sem lokatölur urðu 24-33, íslenska liðinu í vil.
Fjallað er um leikinn á vef handknattleikssambandsins þar sem segir að vörn og markvarsla hafi verið til fyrirmyndar allan leikinn og þá var sóknarleikurinn frábær hjá liðinu.
Adam Thorstensen átti frábæran leik í marki Íslands, varði sextán skot og var valinn maður leiksins.
Mörk Íslands: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/6, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Símon Michael Guðjónsson 3, Andri Már Rúnarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Arnór Viðarsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1, Stefán Orri Arnalds 1, Tryggvi Þórisson 1.
Liðin mætast aftur í dag.