Veðrið setti strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi Players mótsins í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída um helgina og hvorki Svensson né Bezuidenhout, sem báðir eru á samtals áttu höggum undir pari, náðu að klára sinn hring en Svensson á sjö holur eftir og Bezuidenhout fjórar.
Næstu menn á eftir eru Ben Griffin, Min Woo Lee og Collin Morikawa á samtals sex höggum undir pari.
Round 2 has been suspended for the day @THEPLAYERSChamp due to weather conditions.
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2023
Play will resume at 7 a.m. ET on Saturday. pic.twitter.com/UiLziMvioj
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins en mótinu lýkur á sunnudagskvöld.
Forystusauðirnir munu klára annan hring sinn í dag og fara af stað í hádeginu.