Upphefð eða bjarnargreiði? Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:30 Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Menning Listamannalaun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar