Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 12:01 Íslenska liðið var eins nálægt sæti á HM og hugsast gæti. Eftir leikinn í Georgíu í gær er ljóst að liðið þarf að í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París, en með því að komast á HM hefði sæti í undankeppni ÓL verið tryggt. FIBA Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland.
Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira