Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2023 23:30 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, setur fyrirvara við hið umþrætta og hápólitíska mál. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira