Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2023 23:30 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, setur fyrirvara við hið umþrætta og hápólitíska mál. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira