Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2023 23:30 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, setur fyrirvara við hið umþrætta og hápólitíska mál. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira