Viðskipti innlent

Bene­dikt ráðinn fram­kvæmda­stjóri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Benedikt Hálfdánarson er nýr framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf.
Benedikt Hálfdánarson er nýr framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf.

Benedikt Hálfdánarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf. Hann tekur við af Jónasi Jónassyni sem hefur gegnt starfinu síðan árið 2006.

Benedikt er víðtæka reynslu af alþjóðaviðskiptum sem og reynslu í stjórnun fyrirtækis tengdu fiskeldi. Þá er hann með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðsfræði frá Norwegian School of Management - BI.

“Ég er sannfærður um að Benni hefur þá kunnáttu og reynslu sem þarf til að halda áfram með Benchmark Genetics Iceland á þeirri farsælu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á síðustu ár. Ég veit að það er gott að vinna með honum og hann er hvetjandi leiðtogi sem getur náð því besta út úr sínu starfsfólki,“ er haft eftir Jónasi í tilkynningu. 

Jónas mun halda áfram sem framleiðslustjóri á laxi  og hrognum hjá Benchmark Genetics á Íslandi, Noregi og Chile. Starfinu hafði hann sinnt samhliða starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2019.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×