Samkeppnishæft Ísland – Hvernig búum við þeim tekjulágu gott líf til framtíðar? Guðjón Sigurbjartsson skrifar 23. febrúar 2023 13:00 Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Til að stórbæta lífskjör í landinu þarf að auka það sem er til skiptanna með því að efla þjóðarframleiðsluna og lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar. Sem betur fer eykst þjóðarframleiðslan jafnt og þétt en það er því miður ekki raunhæft að það dugi til. Ekki er heldur raunhæft að skipta mikið jafnar en gert er, þó þar megi vissulega bæta nokkuð um. Það sem mestu mun skila fyrir þau tekjulægstu er að lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar eins og nágrannaþjóðirnar í Evrópu hafa gert. Það er eina raunhæfa leiðin til að bæta hag þeirra tekjulægstu svo um munar. Hér eru helstu leiðir til þess útskýrðar. 1. Lækkun matarkostnaðar Með því að fella niður tolla á matvælum frá Evrópu, eins og þjóðir Evrópu hafa gert sín á milli, lækka mánaðarleg matarútgjöld á fullvaxna manneskju um það bil um 15.000 krónur. Það þýðir að matarútgjöld 4 manna fjölskyldu myndu lækka um nálægt 50.000 kr á mánuði. Á móti niðurfellingu tolla þyrfti að auka grunnstuðning við bændur og breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti framleitt það sem þeir hafa áhuga á og telja sér hag í. Fyrirmyndin er vel þekkt í Evrópu. Á sama tíma og við fellum niður tolla og kvóta á matvæli frá Evrópu myndi Evrópa fella niður tolla á matvæli frá okkur, þar á meðal á unnum sjávarafurðum. Það myndi auka verðmæti okkar matvælaframleiðslu og bæta þannig hag hinna dreifðu byggða. 2. Lækkan húsnæðiskostnaðar Lífeyrissjóðir hafa meira en nægt fjármagn til að kosta stöðuga byggingu íbúðarhúsnæðis óháð efnahagssveiflum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur árlega þörf vera um 4.500 íbúðir næsta áratug. Lífeyrissjóðir gætu fjármagnað stóran hluta húsbygginganna með tilteknum skilyrðum sem gagnast íbúðakaupendum. Íbúðir myndu safnast á lager í efnahagslægðum og seljast þegar úr rætist sem yrði sveiflujafnandi. Með réttri útfærslu myndi þetta bæta framlegð byggingariðnaðarins og lækka kostnaðarverð íbúða um jafnvel 15%. Um leið myndi draga yrði úr verðþenslu vegna skorts á íbúðahúsnæði því nægar íbúðir væru til á lager á uppgangstímum. Svo myndi lægra íbúðaverð óbeint stuðla að lækkun húsaleigu. Lauslega áætlað gæti þetta bætt hag meðalheimilis um allavega 50.000 kr á mánuði. 3. Lækkun vaxta Með því að taka upp Evruna í stað krónunnar myndu sveiflur í efnahagslífinu minnka og vaxtagjöld lækka. Við það myndi hagur skuldara batna og hingað kæmu fleiri góð fyrirtæki, jafnvel bankar, sem myndi bæta hag þjóðarinnar með ýmsum hætti. Seðlabankinn áætlaði fyrir nokkrum árum að upptaka Evru myndi bæta hag landsmanna um nokkur prósent. Ýmsir hafa nefnt 300 milljarða kr á ári, sem líklegan ávinning, sem gerir tæpa 1 milljón kr á mann á ári. Sem dæmi myndi 2% vaxtalækkun þýða um 50.000 kr sparnað á mánuði fyrir heimili sem skuldar 30 milljónir kr og fyrir unga fólkið sem skuldar jafnvel upp undir 100 milljónir kr. myndi sparnaðurinn hlaupa á hundruðum þúsunda og telja verulega í heimilisbókhaldinu. 4. Lækkun ferðakostnaðar Með öflugum almenningssamgöngum á borð við Borgarlínu verður raunhæft fyrir mörg heimili að fækka um einn bíl og jafnvel að sleppa því að eiga bíl. Kostnaður við rekstur bifreiðar er ekki undir 50.000 kr á mánuði, sem myndi þá sparast. Samandregið Að sjálfsögðu eru þær upphæðir sem hér eru nefndar lauslegt mat. Nokkuð ljóst er samt að þær gefa réttar vísbendingar og gætu allt eins verið of lágar. Með ofangreindu myndu útgjöld dæmigerðrar 4 manna fjölskyldu á Íslandi lækka varlega áætlað um 200.000 kr á mánuði og fyrir fjölmarga mun meira. Til að hafa fyrir þeim útgjöldum þarf um 300.000 kr á mánuði fyrir skatta. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæðir en þær launahækkanir sem þau lægst launuðu hafa verið að fara fram á. Þessar kostnaðarlækkanir myndu lækka verðlag en ekki auka verðbólgu, sem þýðir minni hækkun verðtryggðra lána en ella. Þá myndu tekjur þjóðarinnar aukast, ekki síst hinna dreifðu byggða, því fleira ferðafólk myndi koma hingað og ferðast um landið ef verðlag lækkar. Einnig kæmu hingað fleiri góð erlend fyrirtæki. Þeim myndi fylgja betra framboð vöru og þjónustu og einhver hækkun meðallauna auk spennandi atvinnumöguleika fyrir ungt og vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu. Það myndi auðvelda sumar breytinganna að ganga í Evrópusambandið og því fylgja líka fleiri kostir, en látum það liggja milli hluta. Spurningin er bara hversu lengi við getum frestað því að bæta hag hinna lægst launuðu og okkar allra, ekki hvort við gerum það. Það er nefnilega óhjákvæmilegt í opnum heimi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Til að stórbæta lífskjör í landinu þarf að auka það sem er til skiptanna með því að efla þjóðarframleiðsluna og lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar. Sem betur fer eykst þjóðarframleiðslan jafnt og þétt en það er því miður ekki raunhæft að það dugi til. Ekki er heldur raunhæft að skipta mikið jafnar en gert er, þó þar megi vissulega bæta nokkuð um. Það sem mestu mun skila fyrir þau tekjulægstu er að lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar eins og nágrannaþjóðirnar í Evrópu hafa gert. Það er eina raunhæfa leiðin til að bæta hag þeirra tekjulægstu svo um munar. Hér eru helstu leiðir til þess útskýrðar. 1. Lækkun matarkostnaðar Með því að fella niður tolla á matvælum frá Evrópu, eins og þjóðir Evrópu hafa gert sín á milli, lækka mánaðarleg matarútgjöld á fullvaxna manneskju um það bil um 15.000 krónur. Það þýðir að matarútgjöld 4 manna fjölskyldu myndu lækka um nálægt 50.000 kr á mánuði. Á móti niðurfellingu tolla þyrfti að auka grunnstuðning við bændur og breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti framleitt það sem þeir hafa áhuga á og telja sér hag í. Fyrirmyndin er vel þekkt í Evrópu. Á sama tíma og við fellum niður tolla og kvóta á matvæli frá Evrópu myndi Evrópa fella niður tolla á matvæli frá okkur, þar á meðal á unnum sjávarafurðum. Það myndi auka verðmæti okkar matvælaframleiðslu og bæta þannig hag hinna dreifðu byggða. 2. Lækkan húsnæðiskostnaðar Lífeyrissjóðir hafa meira en nægt fjármagn til að kosta stöðuga byggingu íbúðarhúsnæðis óháð efnahagssveiflum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur árlega þörf vera um 4.500 íbúðir næsta áratug. Lífeyrissjóðir gætu fjármagnað stóran hluta húsbygginganna með tilteknum skilyrðum sem gagnast íbúðakaupendum. Íbúðir myndu safnast á lager í efnahagslægðum og seljast þegar úr rætist sem yrði sveiflujafnandi. Með réttri útfærslu myndi þetta bæta framlegð byggingariðnaðarins og lækka kostnaðarverð íbúða um jafnvel 15%. Um leið myndi draga yrði úr verðþenslu vegna skorts á íbúðahúsnæði því nægar íbúðir væru til á lager á uppgangstímum. Svo myndi lægra íbúðaverð óbeint stuðla að lækkun húsaleigu. Lauslega áætlað gæti þetta bætt hag meðalheimilis um allavega 50.000 kr á mánuði. 3. Lækkun vaxta Með því að taka upp Evruna í stað krónunnar myndu sveiflur í efnahagslífinu minnka og vaxtagjöld lækka. Við það myndi hagur skuldara batna og hingað kæmu fleiri góð fyrirtæki, jafnvel bankar, sem myndi bæta hag þjóðarinnar með ýmsum hætti. Seðlabankinn áætlaði fyrir nokkrum árum að upptaka Evru myndi bæta hag landsmanna um nokkur prósent. Ýmsir hafa nefnt 300 milljarða kr á ári, sem líklegan ávinning, sem gerir tæpa 1 milljón kr á mann á ári. Sem dæmi myndi 2% vaxtalækkun þýða um 50.000 kr sparnað á mánuði fyrir heimili sem skuldar 30 milljónir kr og fyrir unga fólkið sem skuldar jafnvel upp undir 100 milljónir kr. myndi sparnaðurinn hlaupa á hundruðum þúsunda og telja verulega í heimilisbókhaldinu. 4. Lækkun ferðakostnaðar Með öflugum almenningssamgöngum á borð við Borgarlínu verður raunhæft fyrir mörg heimili að fækka um einn bíl og jafnvel að sleppa því að eiga bíl. Kostnaður við rekstur bifreiðar er ekki undir 50.000 kr á mánuði, sem myndi þá sparast. Samandregið Að sjálfsögðu eru þær upphæðir sem hér eru nefndar lauslegt mat. Nokkuð ljóst er samt að þær gefa réttar vísbendingar og gætu allt eins verið of lágar. Með ofangreindu myndu útgjöld dæmigerðrar 4 manna fjölskyldu á Íslandi lækka varlega áætlað um 200.000 kr á mánuði og fyrir fjölmarga mun meira. Til að hafa fyrir þeim útgjöldum þarf um 300.000 kr á mánuði fyrir skatta. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæðir en þær launahækkanir sem þau lægst launuðu hafa verið að fara fram á. Þessar kostnaðarlækkanir myndu lækka verðlag en ekki auka verðbólgu, sem þýðir minni hækkun verðtryggðra lána en ella. Þá myndu tekjur þjóðarinnar aukast, ekki síst hinna dreifðu byggða, því fleira ferðafólk myndi koma hingað og ferðast um landið ef verðlag lækkar. Einnig kæmu hingað fleiri góð erlend fyrirtæki. Þeim myndi fylgja betra framboð vöru og þjónustu og einhver hækkun meðallauna auk spennandi atvinnumöguleika fyrir ungt og vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu. Það myndi auðvelda sumar breytinganna að ganga í Evrópusambandið og því fylgja líka fleiri kostir, en látum það liggja milli hluta. Spurningin er bara hversu lengi við getum frestað því að bæta hag hinna lægst launuðu og okkar allra, ekki hvort við gerum það. Það er nefnilega óhjákvæmilegt í opnum heimi. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun