Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 06:52 Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021. Ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir ennfremur að kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021. Hafi þeim því fækkað um nærri þriðjung á milli ára og ekki verið færri á einu ári síðan 2013. Fækkunin var litlu minni í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins þar sem samningum fækkaði úr 2.541 í 1.752 og annars staðar á landsbyggðinni fækkaði samningum úr 2.378 í 1.746. Í skýrslunni segir að tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi mælst 14,9 prósent en sex mánaða hækkun sé orðin neikvæð um eitt present á ársgrundvelli. „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem íbúðaverð lækkar á 6 mánaða tímabili. Svipaða sögu er að segja af nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en þar er 12 mánaða breytingin komin niður í 17,3% en 6 mánaða breytingin neikvæð um 0,7% á ársgrundvelli. Ástæða þess að svo mikill munur er á 12 mánaða og 6 mánaða breytingu íbúðaverðs er að íbúðaverð hækkaði mikið á fyrri hluta tímabilsins en verulega fór að hægja á verðhækkunum eftir að Seðlabankinn setti aukinn kraft í stýrivaxtahækkanir í maí,“ segir í skýrslunni. Ennfremur segir að heildarskuldir heimila vegna íbúðalána hafi verið 9,1 prósent hærri í lok desember síðastliðnum en í lok desember 2021. Þær hafi dregist því saman um 0,4 prósent að raunvirði en þetta sé í fyrsta sinn síðan í nóvember 2016 sem tólf mánaða breyting á heildarútlánum er neikvæð að raunvirði. Þá segir að bygging lítilla íbúða, á bilinu fjörutíu til sextíu fermetra, á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist mikið frá því sem áður var. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir ennfremur að kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021. Hafi þeim því fækkað um nærri þriðjung á milli ára og ekki verið færri á einu ári síðan 2013. Fækkunin var litlu minni í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins þar sem samningum fækkaði úr 2.541 í 1.752 og annars staðar á landsbyggðinni fækkaði samningum úr 2.378 í 1.746. Í skýrslunni segir að tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi mælst 14,9 prósent en sex mánaða hækkun sé orðin neikvæð um eitt present á ársgrundvelli. „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem íbúðaverð lækkar á 6 mánaða tímabili. Svipaða sögu er að segja af nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en þar er 12 mánaða breytingin komin niður í 17,3% en 6 mánaða breytingin neikvæð um 0,7% á ársgrundvelli. Ástæða þess að svo mikill munur er á 12 mánaða og 6 mánaða breytingu íbúðaverðs er að íbúðaverð hækkaði mikið á fyrri hluta tímabilsins en verulega fór að hægja á verðhækkunum eftir að Seðlabankinn setti aukinn kraft í stýrivaxtahækkanir í maí,“ segir í skýrslunni. Ennfremur segir að heildarskuldir heimila vegna íbúðalána hafi verið 9,1 prósent hærri í lok desember síðastliðnum en í lok desember 2021. Þær hafi dregist því saman um 0,4 prósent að raunvirði en þetta sé í fyrsta sinn síðan í nóvember 2016 sem tólf mánaða breyting á heildarútlánum er neikvæð að raunvirði. Þá segir að bygging lítilla íbúða, á bilinu fjörutíu til sextíu fermetra, á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist mikið frá því sem áður var.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Enn lækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011. 22. febrúar 2023 10:18
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent